þá fyrst byrja erfiðleikarnir þegar maðurinn getur gert hvað sem hann vill
|
þar sem bækur eru brenndar, þar verður fólk að lokum einnig brennt
|
þar sem feður hverfa oft á braut eru það sjaldan ill örlög að vera föðurlaus; og ef litið er á gjörvileik sona eru það álíka sjaldan ill örlög að vera barnlaus
|
þar sem ríkir ritfrelsi, og allir geta lesið, er öllu óhætt
|
það að hafa rétt fyrir sér er enn ein góð ástæða til að takast ekki ætlunarverkið
|
það að hugsa er erfiðasta starf sem til er
|
það besta við félagsskap er að hann kennir okkur að meta einsemdina
|
það besta við framtíðina er að hún birtist sem einn dagur í einu
|
það eina sem kemur í veg fyrir að Guð sendi annað syndaflóð er að það fyrsta gerði ekkert gagn
|
það eina sem við þurfum að óttast er sjálfur óttinn
|
Það er auðveldara að berjast fyrir hugmyndum sínum en að lifa eftir þeim
|
það er auðveldara að elska mannkynið en láta sér þykja vænt um náungann
|
það er auðveldara að fá fjöldann til að trúa stórri lygi en smárri
|
það er auðveldara að fyrirgefa óvini en vini
|
það er auðveldara að kljúfa frumeind en eyða fordómum
|
það er auðvelt að fyrirgefa manni kjánalega hegðun eina stund, þegar það eru svo margir sem aldrei hætta að hegða sér kjánalega, ekki eina einustu stund ævinnar
|
það er aðeins til eitt raunverulegt heimspekilegt vandamál: sjálfsvíg
|
Það er ekki aðal atriðið að hafa margar hugmyndir, heldur upplifa eina þeirra
|
það er ekki hneykslanlegt að sumir bankamenn skuli hafa endað í fangelsi. Það er hneykslanlegt að aðrir skuli ganga lausir
|
það er ekki lífið sem lengist, heldur elliárin
|
það er ekki til nein leið til friðar. Friður er leiðin
|
það er engin ást einlægari en matarástin
|
það er erfitt að trúa því að einhver segi satt þegar maður myndi sjálfur ljúga í hans sporum
|
það er hægt að gefa án þess að elska, en ekki hægt að elska án þess að gefa
|
það er í eðli Englendinga að dást að hverjum þeim, sem er hæfileikalaus og er stærir sig ekki af því
|
það er jafn erfitt að hafna sannleikanum og að leyna honum
|
það er kraftaverk að forvitni skuli lifa af formlega menntun
|
það er mikil fáviska að vera stoltur af því að stunda nám
|
það er ófyrirgefanlegt, að vísindamenn skuli pína dýr; látum þá heldur framkvæma tilraunir sínar á blaðamönnum og stjórnmálamönnum
|
það er sannkallað afrek að verða það besta sem maður getur orðið
|
það er skoðun mín að raunsönn þýðing á texta krefjist skilnings á honum, og skilningur krefst þess að maður hafi lifað og hrærst í hinum raunverulega heimi og er ekki bara spurning um að raða niður orðum
|
Það er til fólk sem er svo fátækt að það á einungis peninga
|
það er æðsta skylda mannsins að vernda dýr gegn illri meðferð
|
það eru ekki kostirnir heldur lestirnir sem sýna hvað í manninum býr
|
það eru ekki til nein óskilgetin börn, aðeins óskilgetnir foreldrar
|
það eru engar reglur. Allt fólk er undantekning frá reglu sem ekki er til
|
það hefur aldrei verið til gott stríð eða slæmur friður
|
Það sem er ekki gott fyrir sveiminn gagnast býflugunni ekki heldur
|
það sem er ósagt látið verður ósagt að eilífu
|
það sem gerir ríki að víti á jörð eru tilraunir mannanna til að breyta því í paradís
|
það sem helst hindrar fólk í að skilja list er tilraunir þess til að skilja hana
|
það sem máli skiptir er ekki hvaða hugmynd maður trúir á heldur hversu djúpt hann trúir á hana
|
Það sem mig hræðir mest er að minnast vetrarins
|
það tekur langan tíma að verða ungur
|
það telst ekki til mannkosta að hafa enga lesti
|
það tók mig fimmtán ár að uppgötva að ég hefði enga hæfileika sem rithöfundur, en þá gat ég ekki hætt, því ég var orðinn of frægur
|
Það voru hans örlög,eins og annarra manna að lifa af erfiða tíma
|
það, sem erfitt er að öðlast, er mikils metið
|
þegar ég gaf fátækum mat var ég kallaður dýrlingur. Þegar ég spurði hvers vegna hinir fátæku ættu engan mat var ég kallaður kommúnisti
|
þegar ég var drengur var mér sagt að hver sem er gæti orðið forseti. Ég er farinn að halda að það sé rétt
|
þegar ég verð fullorðinn, langar mig að verða lítill drengur
|
þegar fólk er sammála mér finnst mér ég hljóti að hafa rangt fyrir mér
|
þegar nýr áfangi er framundan á lífsleiðinni er maðurinn í sporum viðvanings
|
þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það tungumálið sem er föðurland okkar
|
þegar þú ert sömu skoðunar og meirihlutinn er kominn tími til að stoppa og íhuga málið
|
þegar þú hoppar af kæti, gættu þess að enginn kippi jörðinni undan fótum þér
|
þegar þú kennir skaltu ávallt kenna áheyrendum þínum að efast um það sem kennt er
|
þeim sem veit of mikið reynist erfitt að ljúga ekki
|
þeir einu sem alltaf eru að koma einhvers staðar að eru þeir sem aldrei fara nokkurt
|
þeir sem ekki hugsa ættu alla vega að endurskipuleggja fordóma sína af og til
|
þessi ást mín á bókum hefur gert mig að gáfaðasta kjána í heimi
|
þessi nýi innblástur - án hans er þýðing ekki annað en umorðun yfir í annað tungumál
|
þessi óvissa er óbærileg. Ég vona að hún endist
|
þetta eru lífsreglur mínar. Ef þér líkar þær ekki hef ég aðrar
|
þið gleymið því að ávextir jarðarinnar tilheyra öllum, en jörðin sjálf engum
|
þjófar bera virðingu fyrir eigum fólks; þeir vilja bara eignast hlutina sjálfir svo þeir geti borið enn meiri virðingu fyrir þeim
|
þó dauðinn sé skelfilegur er enn skelfilegra að vita að maður muni lifa til eilífðar án þess að geta dáið
|
þróun er ferðalag þar sem fleiri bíða skipbrot en komast af
|
Þú ferð hring eftir hring og þegar þú stoppar þá fellur þú til jarðar
|
þú hrífst ekki af borg vegna þess að hún býr yfir sjö eða sjötíu og sjö undrum, heldur vegna þess að hún geymir svarið við spurningu þinni
|
þú skalt trúa öllu sem þér er sagt að gerist í heiminum - ekkert er of hræðilegt til að vera satt
|
þú værir ekki að leita að mér ef þú hefðir ekki þegar fundið mig
|
því að óttast dauðann? Hann er fegursta ævintýr lífsins
|
því greindari sem maður er, því sjaldnar grunar mann einhverja fjarstæðu
|
því miður er allt fólkið sem veit hvernig á að stjórna landinu upptekið við að keyra leigubíla og klippa hár
|
því miður er mögulegt að vera ástfanginn áttræður. Raunar skrifa ég til að gleyma ástinni
|
því skyldi ég bera hag komandi kynslóða fyrir brjósti? Hvað hafa þær nokkurn tíma gert fyrir mig?
|
þýðendur eru eins og portrettmálarar; þeir geta fegrað myndina en hún verður þó ávallt að líkjast fyrirmyndinni
|