ef andagiftin vitjar mín mun hún finna mig við trönurnar
|
ef ég gæti skrifað fegurð augna þinna
|
ef Guð hefði ekki skapað konuna, þá hefði hann ekki heldur skapað blómið
|
ef húsbóndinn er háður þrælnum, hvort þeirra er þá frjáls?
|
ef maður segir já við öllu og við alla er eins og maður sé ekki til
|
ef maður vildi færa heiminn úr stað yrði hann fyrst að færa sjálfan sig
|
ef ritskoðandi skilur háðsádeilu, þá á hún skilið að verða ritskoðuð
|
ef við hugsuðum meira um að gera góða hluti en láta okkur líða vel, þá myndi okkur líða betur
|
ef við spyrjum um merkingu og gildi lífsins, þá erum við sjúk
|
ef þú hatar einhveja persónu,þá hatar þú eitthvad sem er innra með sjálfum þér
|
ef þú treystir sjálfum þér munu aðrir einnig treysta þér
|
ef þú vilt fá innsýn í framtíðina, ímyndaðu þér stígvél sem trampar á mannsandliti - að eilífu
|
efi er eitt orð yfir greind
|
eftir Auschwitz er villimannslegt að skrifa ljóð
|
ég dái stjórnmálaflokkana. Þeir eru einu samkundurnar nú orðið þar sem ekki er talað um stjórnmál
|
ég er bjartsýnismaður í framtíð svartsýninar
|
ég er ég og kringumstæður mínar
|
ég er ekki nógu ungur til að vita allt
|
ég er hluti af öllu því sem ég hef rekist á á leið minni
|
ég er leiðtogi þeirra, ég hlýt að fylgja þeim
|
Ég get ekki breytt fortíðinni, en minnigum get ég breytt
|
ég hafði ekki áhyggjur af að fæðast, ég hef ekki áhyggjur af að deyja
|
ég hef ávallt hagað lífu mínu þannig að ég deyi loks með þrjú þúsund hluti á samviskunni en ekki neina eftirsjá
|
ég hef ekki áhuga á ljósmyndinni sem slíkri. Það sem ég sækist eftir er að fanga sekúndubrot úr raunveruleikanum
|
ég hef varið lífi mínu í að sanna regluna
|
ég les dagblöðin af ákafa. Þau eru eini skáldskapurinn sem ég fylgist með
|
ég lít svo á að öll lönd tilheyri mér, og að mín lönd tilheyri öllum
|
ég mála hluti eins og ég hugsa þá, ekki eins og ég sé þá
|
ég myndi vilja sjá fleiri presta giftast, og ekki aðeins þá gagnkynhneigðu
|
ég tel mig hafa fundið hinn týnda hlekk milli skepnu og siðaðs manns. Það erum við
|
ég trúi því að einhvern daginn munum við verðskulda að vera laus við ríkisstjórnir
|
eiginmenn eru helst góðir elskhugar þegar þeir halda framhjá eiginkonum sínum
|
ein manneskja sem trúir á málstaðinn er jafn öflug og níutíuogníu sem aðeins hafa hagsmuna að gæta
|
eina leiðin til að gera stríð mannúðlegra er að stöðva það
|
eina raunverulega velgengnin er að geta varið lífi sínu á þann hátt sem maður vill
|
eina tölfræðin sem hægt er að treysta er sú sem maður hefur sjálfur falsað
|
einfaldleikinn er hið sanna birtingarform mikilleikans
|
einmana maður er ávallt í slæmum félagsskap
|
einnig gafst ég upp á mannlegu eðli og gaf það upp á bátinn þegar ég sá hversu mjög það líktist mínu eigin
|
einveran er fögur en einhver þarf að segja þér að hún sé fögur
|
eitt sinn heyrði ég ungum manni gefið gott ráð, 'gerðu ávallt það sem þú ert hræddur við að gera'
|
eitthvað er sorglegt við þá staðreynd að um leið og maðurinn hafði fundið upp vél til að vinna fyrir sig, þá byrjaði hann að svelta
|
ekkert er byggt á bjargi; allt er byggt á sandi, en við verðum að byggja líkt og sandurinn sé bjarg
|
ekkert er jafn erfitt og að vera hreinskilinn, og ekkert jafn auðvelt og að smjaðra
|
ekkert er jafn hagnýtt og góð kenning
|
ekkert gerir mann jafn fátækan og græðgin
|
ekkert hefur skilist til fulls fyrr en maður getur útskýrt það fyrir ömmu sinni
|
ekki ber að óttast dauðann því að svo lengi sem við lifum er hann ekki til en verður fyrst til að okkur gengnum
|
ekki bíða eftir rétta tækifærinu: skapaðu það
|
ekki eru allir dæmdir til að vera gáfaðir
|
ekki geta allir státað af að eiga vin
|
ekki getur betri fjárfestingu fyrir nokkurt samfélag en fæða börn á mjólk
|
ekki hrópa á hjálp að næturlagi. Nágrannarnir gætu vaknað
|
ekki reyna að lifa að eilífu. Það mun ekki takast
|
elstu og stystu orðin - 'já' og 'nei' - krefjast mestrar umhugsunar
|
endur verpa eggjum sínum í þögn en hænur gagga geðveikislega. Niðurstaðan? Allir éta hænuegg
|
engin bölvun er meiri en hugmynd sem dreift er með ofbeldi
|
engin er ástin ef engin er þjáningin
|
engin skoðun er svo fáránleg að ekki sé til heimspekingur sem vill setja hana fram
|
engin skylda er jafn vanmetin og skylda okkar til að vera hamingjusöm
|
enginn flettir í orðabók áður en hann talar
|
enginn sem er fullfær í eigin tungumáli getur náð tökum á öðru
|
erfitt er að koma hugsunum í orð; jafnvel sínum eigin
|
ert þú ekki ungfrú Smith, dóttir margmilljónamæringsins og bankamannsins Smith? Ekki? Afsakaðu, ég hélt eitt augnablik að ég væri orðinn ástfanginn af þér
|
eðlisfræði er eins og kynlíf: jú, hún getur haft praktískan tilgang, en það er ekki þess vegna sem við leggjum stund á hana
|