Logos Multilingual Portal

Select Language

a á b d e é f g h i í k l m n o ó ö p r s t u ú v æ þ

hafðu augun opin á meðan þú ert ógiftur, en hálflokuð eftir á
Benjamin Franklin
hagkerfi heimsins er í dag risastórt fjáhættuspil
Fidel Castro
hagnýt stjórnmál felast í því að hunsa staðreyndir
Henry Brooks Adams
haldið þér þá, að vor dýri Drottinn sé katólskur?
Georg Christoph Lichtenberg
hamingjan er gjöf sem kemur til þeirra sem ekki leita eftir því
Anton Chekhov
hana skorti aðeins einn galla til að teljast fullkomin
Karl Kraus
háskólagráða í listum er eins og prófskírteini í pappírsskreytingum. Og álíka nytsamleg
James Graham Ballard
heimkynni markast af tungumáli frekar en landsvæði
Emil Cioran
heimurinn er betri án Saddams. Og án Bush... ?
Anónimo
heimurinn skiptist milli þeirra sem ekki geta sofið fyrir hungri og þeirra sem ekki geta sofið af hræðslu við hina hungruðu
Paulo Freire
heimurinn virtist skiptast í gott fólk og vont fólk. Þeir góðu sváfu betur... en þeir vondu virtust njóta vökustundanna mun betur
Woody Allen
helsta hættan í lífinu felst í allt of mörgum varúðarráðstöfunum
Alfred Adler
helsta orsök þess að fáviska er svo útbreidd er sú að nú kunna allir að lesa og skrifa
Peter de Vries
hér býr frjáls maður. Enginn þjónar honum
Albert Camus
himnaríki og helvíti virðast mér of magnþrungin: mannanna gjörðir verðskulda ekki slíkar afleiðingar
Jorge Luis Borges
hin bitra reynsla er að kenna okkur að lífvera sem eyðir umhverfi sínu eyðir einnig sjálfri sér
Gregory Bateson
hinn alstirndi himinn yfir mér og siðalögmálið í brjósti mér
Immanuel Kant
hinn eini sanni og varanlegi friður milli hjóna er, án nokkurs vafa, aðskilnaður
Lord Chesterfield
hinn mesti sálarstyrkur felst í að huga ekki að hefndum heldur þora að fyrirgefa misgjörðir
E.H. Chapin
hinn sanni spegill þess sem við boðum, er það sem við gerum
Michel de Montaigne
hið fullkomna ástarsamband fer einvörðungu fram með bréfaskiptum
George Bernard Shaw
hjónaband er eins og sveppir: við sjáum ekki fyrr en of seint hvort þeir séu góðir eða vondir
Woody Allen
hjónaband í lífinu, er eins og einvígi í miðri orrustu
Edmond About
hlekkir hjónabandsins eru svo þungir að það þarf tvo til að bera þá; stundum þrjá
Alexander Dumas
höfuðsyndin er sú að fæðast
Samuel Beckett
hvað er bankarán, borið saman við það að stofna banka?
Bertolt Brecht
hvað er list? Vændi
Charles Baudelaire
hvað er svona erfitt við að rita bók? Það er lesturinn sem er erfiður
Gesualdo Bufalino
hver og einn hlustar aðeins á það sem hann skilur
Johann Wolfgang von Goethe
hver sá sem heldur fegurðarskyninu, verður aldrei gamall
Franz Kafka
hver sem er getur látið einfaldan hlut virðast flókinn; að láta flókinn hlut virðast einfaldan, sáraeinfaldan, krefst frjórrar hugsunar
Charles Mingus
hvernig væri lífið ef við hefðum ekki hugrekki til að takast á við nýja hluti?
Vincent Van Gogh
hversu mörg líf eru fólgin í einu lífi, hve margir menn búa í einum manni
Giovanni Papini
hvert ætlarðu, Ivan? Ég ætla til Minsk. Nú lýgurðu, Ivan! Þú segist ætla til Minsk svo ég haldi að þú ætlir til Moskvu, en þú ætlar þér að fara til Minsk. Þú lýgur, Ivan!
Jorge Luis Borges
hvíti kynstofninn er krabbamein mannkynssögunnar. Það er hann - með hugmyndafræði sinni og uppfinningum - sem þurrkar út sjálfbær samfélög hvar sem hann kemur, sem hefur raskað vistfræðijafnvægi plánetunnar, sem ógnar nú sjálfri tilverunni
Susan Sontag
hvort ætli klárist fyrst - loftið eða olían?
Anónimo
hægt er að mistakast á marga vegu, en aðeins takast ætlunarverkið á einn hátt
Aristotle