Logos Multilingual Portal

Select Language

á a b d e é f g h í i k l m n o ö ó p r s t u ú v æ þ

á Kúbu eru mannréttindi virt að vettugi, nema í Guantánamo
Anónimo
á leiðinni til viskunnar er fyrsta skrefið þögnin; annað skrefið að hlusta; þriðja skrefið að muna; fjórða skrefið að ástunda; fimmta skrefið að kenna öðrum
Solomon Ibn Gabirol
á meðan heilinn er í móðurkviði þroskast ekki í honum neinar hugmyndir
Maurice Blanchot
á meðan mannkynið lifir munu lestirnir lifa
Tacitus
á stríðstímum þagna lögin
Marcus Tullius Cicero
á þjóð nokkurn fegurri fjársjóð en tungu forfeðranna?
Johann Gottfried von Herder
á því leikur enginn vafi að hugtakið sjálfbær þróun hefur mikinn eyðileggingarmátt
Nicholas Georgescu-Roegen
af hverju drepum við fólk sem hefur drepið annað fólk? Til að segja öðrum að það sé rangt að drepa?
Norman Mailer
af reykingafólki getum við lært umburðarlyndi. Enginn sem ég veit um hefur tekið þátt í mótmælum gegn þeim sem ekki reykja
Sandro Pertini
áhyggjurnar hverfa þegar við ákveðum að vera einhver, en ekki eitthvað
Coco Chanel
aldrei fyrr hefur verið viðlíka munur milli þeirra sem vinna og þeirra sem græða peninga án þess að vinna
Vandana Shiva
aldrei kemst maður lengra en þegar maður ekki veit hvert ferðinni er heitið
Johann Wolfgang von Goethe
allt er eitur og ekkert er eitur; munurinn liggur í magninu
Paracelsus
allt er hættulegt. Ef það væri ekki svo væri lífið ekki þess virði að lifa því
Oscar Wilde
allt sem ég ekki veit, það lærði ég í skólanum
Ennio Flaiano
allt sem hægt er að ímynda sér verður einhvern tíma að veruleika
Jules Verne
allt sem stendur í dagblöðunum er satt, nema svo ólíklega vilji til að maður hafi upplifað atburðina sjálfur
Erwin Knoll
allt sem til er og allt sem við erum er, þegar öllu er á botninn hvolft, fólgið í orðum
Víctor García de la Concha
andheiti siðmenntaðrar þjóðar er skapandi þjóð
Albert Camus
árangursríkt samtal eiga hugir sem leitast við að auka skilningsleysi sitt
Emil Cioran
áróður er sú gerð af lygi sem nær næstum því að villa um fyrir vinum þínum án þess að ná alveg að villa um fyrir óvinum þínum
Frances Cornford
ástríðan varir því lengur sem konan berst harðar gegn henni í byrjun
Honoré de Balzac
atvinnuleysi er andstætt tilveruréttinum og er verra hlutskipti en dauðinn
José Ortega y Gasset
auga fyrir auga, og heimurinn verður blindur
Mohandas Karamchad Gandhi
að elska óvini sína (líkt og guðspjallið býður) er verkefni fyrir engla, ekki menn
Jorge Luis Borges
að girnast ekki jafngildir því að eiga
Lucius Annaeus Seneca
að hafa ánægju af vinnu sinni er það næsta sannri hamingju sem komist verður
Rita Levi Montalcini
að undrast, og að velta hlutunum fyrir sér, er upphafið að því að skilja
José Ortega y Gasset
að vera ungur og ekki uppreisnargjarn, það er líffræðileg mótsögn
Salvador Allende
aðeins hinir dauðu sjá endalok stríðsins
Plato
aðeins hugrakkur maður kann að fyrirgefa. Heigullinn ekki - það býr ekki í honum
Laurence Sterne
aðeins sá sem ekki hræðist að deyja fyrir sannleikann er þess umkominn að mæla hann
José María Vargas Vila
aðeins það sem við borgum ekki fyrir, reynist okkur dýrmætt
Camillo Sbarbaro
aðeins þögnin er mikilfengleg, allt annað er veikleiki
Alfred de Vigny
áður en hægt er að skipta um skoðun þarf að vera viss um að maður hafi myndað sér skoðun
Albert Brie
áður fyrr réðu réttsýnir menn ríkjum hjá lögreglunni. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt
Joe Orton
Bandaríkjamenn eru heilbrigðir smitberar lýðræðisins
Giorgio Gaber
barn er ekki blómapottur til að fylla heldur eldur til að tendra
François Rabelais
besta gjöf náttúrunnar til mannsins er hve stutt hann lifir
Plinius Secundus
besta leiðin til að verða frjálsari er að veita öðrum meira frelsi
Carlo Dossi
betra er að huga vel að vafamálum en líða skekkjur
Alessandro Manzoni
betri er gagnslaus fróðleikur en enginn
Lucius Annaeus Seneca
betri er sterkur fjandmaður en veikburða vinur
Edward Dahlberg
Biblían kennir okkur að elska óvini okkar eins og vini okkar. Líklega vegna þess að þeir eru hinir sömu
Vittorio De Sica
blaðamenn trúa ekki lygum stjórnmálamanna, en hafa þær samt eftir - sem er enn verra!
Coluche
blómin eru hvarvetna, ef menn aðeins vilja leita þeirra
Henri Matisse
bók, sem ekki þolir að vera lesin tvisvar, er ekki þess verð að lesa einu sinni
José Luis Martín Descalzo
bóklestur getur ávallt fært mönnum hamingju
Jorge Luis Borges
bölsýnismaður er maður sem finnur ilm af blómum og fer þá að svipast um eftir líkkistu
H.L. Mencken
börn finna allt í engu, fullorðnir finna ekkert í öllu
Giacomo Leopardi
börn hafa aldrei hlustað vel á sér eldra fólk, en þau hafa alltaf getað hermt eftir því
James Baldwin
breska heimsveldið varð til sem aukaafurð margra kynslóða örvæntingarfullra Englendinga sem flökkuðu um heiminn í leit að mannsæmandi máltíð
Bill Marsano
Bretland er eina landið í veröldinni þar sem maturinn er hættulegri en kynlífið
Jackie Mason
bros er eins á öllum tungumálum
Anonymous
bækur hafa sitt stolt. Ef maður lánar þær öðrum koma þær ekki aftur
Theodor Fontane
dálítil ónákvæmni getur sparað heilmiklar útskýringar
Clarence Edwin Ayres
Don Kíkóti nútímans berst ekki á móti heldur fyrir vindmyllum
Anónimo
draumar rætast; ef þeir gætu það ekki myndi það ekki vera í eðli okkar að dreyma
John Updike
ef andagiftin vitjar mín mun hún finna mig við trönurnar
Pablo Picasso
ef ég gæti skrifað fegurð augna þinna
William Shakespeare
ef Guð hefði ekki skapað konuna, þá hefði hann ekki heldur skapað blómið
Victor Hugo
ef húsbóndinn er háður þrælnum, hvort þeirra er þá frjáls?
Albert Camus
ef maður segir já við öllu og við alla er eins og maður sé ekki til
Tahar Ben Jelloun
ef maður vildi færa heiminn úr stað yrði hann fyrst að færa sjálfan sig
Socrates
ef ritskoðandi skilur háðsádeilu, þá á hún skilið að verða ritskoðuð
Karl Kraus
ef við hugsuðum meira um að gera góða hluti en láta okkur líða vel, þá myndi okkur líða betur
Alessandro Manzoni
ef við spyrjum um merkingu og gildi lífsins, þá erum við sjúk
Sigmund Freud
ef þú hatar einhveja persónu,þá hatar þú eitthvad sem er innra með sjálfum þér
Hermann Hesse
ef þú treystir sjálfum þér munu aðrir einnig treysta þér
Johann Wolfgang von Goethe
ef þú vilt fá innsýn í framtíðina, ímyndaðu þér stígvél sem trampar á mannsandliti - að eilífu
George Orwell
eftir Auschwitz er villimannslegt að skrifa ljóð
Theodor W. Adorno
ég dái stjórnmálaflokkana. Þeir eru einu samkundurnar nú orðið þar sem ekki er talað um stjórnmál
Oscar Wilde
ég er bjartsýnismaður í framtíð svartsýninar
Jean Rostand
ég er ég og kringumstæður mínar
José Ortega y Gasset
ég er ekki nógu ungur til að vita allt
Oscar Wilde
ég er hluti af öllu því sem ég hef rekist á á leið minni
Alfred Tennyson
ég er leiðtogi þeirra, ég hlýt að fylgja þeim
Alexandre Auguste Ledru-Rollin
ég hafði ekki áhyggjur af að fæðast, ég hef ekki áhyggjur af að deyja
Federico García Lorca
ég hef ávallt hagað lífu mínu þannig að ég deyi loks með þrjú þúsund hluti á samviskunni en ekki neina eftirsjá
Fabrizio De André
ég hef ekki áhuga á ljósmyndinni sem slíkri. Það sem ég sækist eftir er að fanga sekúndubrot úr raunveruleikanum
Henri Cartier-Bresson
ég hef varið lífi mínu í að sanna regluna
Sacha Guitry
ég les dagblöðin af ákafa. Þau eru eini skáldskapurinn sem ég fylgist með
Aneurin Bevan
ég lít svo á að öll lönd tilheyri mér, og að mín lönd tilheyri öllum
Lucius Annaeus Seneca
ég mála hluti eins og ég hugsa þá, ekki eins og ég sé þá
Pablo Picasso
ég myndi vilja sjá fleiri presta giftast, og ekki aðeins þá gagnkynhneigðu
Anónimo
ég tel mig hafa fundið hinn týnda hlekk milli skepnu og siðaðs manns. Það erum við
Konrad Lorenz
ég trúi því að einhvern daginn munum við verðskulda að vera laus við ríkisstjórnir
Jorge Luis Borges
eiginmenn eru helst góðir elskhugar þegar þeir halda framhjá eiginkonum sínum
Marilyn Monroe
ein manneskja sem trúir á málstaðinn er jafn öflug og níutíuogníu sem aðeins hafa hagsmuna að gæta
John Stuart Mill
eina leiðin til að gera stríð mannúðlegra er að stöðva það
Albert Einstein
eina raunverulega velgengnin er að geta varið lífi sínu á þann hátt sem maður vill
Christopher Morley
eina tölfræðin sem hægt er að treysta er sú sem maður hefur sjálfur falsað
Winston Churchill
einfaldleikinn er hið sanna birtingarform mikilleikans
Francesco De Sanctis
einmana maður er ávallt í slæmum félagsskap
Paul Valéry
einnig gafst ég upp á mannlegu eðli og gaf það upp á bátinn þegar ég sá hversu mjög það líktist mínu eigin
J.P. Donleavy
einveran er fögur en einhver þarf að segja þér að hún sé fögur
Honoré de Balzac
eitt sinn heyrði ég ungum manni gefið gott ráð, \'gerðu ávallt það sem þú ert hræddur við að gera\'
Ralph Waldo Emerson
eitthvað er sorglegt við þá staðreynd að um leið og maðurinn hafði fundið upp vél til að vinna fyrir sig, þá byrjaði hann að svelta
Oscar Wilde
ekkert er byggt á bjargi; allt er byggt á sandi, en við verðum að byggja líkt og sandurinn sé bjarg
Jorge Luis Borges
ekkert er jafn erfitt og að vera hreinskilinn, og ekkert jafn auðvelt og að smjaðra
Fedor Michailovich Dostoevski
ekkert er jafn hagnýtt og góð kenning
Kurt Lewin
ekkert gerir mann jafn fátækan og græðgin
Anónimo
ekkert hefur skilist til fulls fyrr en maður getur útskýrt það fyrir ömmu sinni
Albert Einstein
ekki ber að óttast dauðann því að svo lengi sem við lifum er hann ekki til en verður fyrst til að okkur gengnum
Epicurus
ekki bíða eftir rétta tækifærinu: skapaðu það
George Bernard Shaw
ekki eru allir dæmdir til að vera gáfaðir
Carlo Emilio Gadda
ekki geta allir státað af að eiga vin
Antoine de Saint-Exupéry
ekki getur betri fjárfestingu fyrir nokkurt samfélag en fæða börn á mjólk
Winston Churchill
ekki hrópa á hjálp að næturlagi. Nágrannarnir gætu vaknað
Stanislaw Jerzy Lec
ekki reyna að lifa að eilífu. Það mun ekki takast
George Bernard Shaw
elstu og stystu orðin - \'já\' og \'nei\' - krefjast mestrar umhugsunar
Pythagoras
endur verpa eggjum sínum í þögn en hænur gagga geðveikislega. Niðurstaðan? Allir éta hænuegg
Henry Ford
engin er ástin ef engin er þjáningin
Henri François-Joseph de Régnier
engin skoðun er svo fáránleg að ekki sé til heimspekingur sem vill setja hana fram
Marcus Tullius Cicero
engin skylda er jafn vanmetin og skylda okkar til að vera hamingjusöm
Robert Louis Stevenson
enginn flettir í orðabók áður en hann talar
Anónimo
enginn sem er fullfær í eigin tungumáli getur náð tökum á öðru
George Bernard Shaw
erfitt er að koma hugsunum í orð; jafnvel sínum eigin
Friedrich Wilhelm Nietzsche
ert þú ekki ungfrú Smith, dóttir margmilljónamæringsins og bankamannsins Smith? Ekki? Afsakaðu, ég hélt eitt augnablik að ég væri orðinn ástfanginn af þér
Groucho Marx
eðlisfræði er eins og kynlíf: jú, hún getur haft praktískan tilgang, en það er ekki þess vegna sem við leggjum stund á hana
Richard P. Feynman
fáorðir menn eru manna bestir
William Shakespeare
farðu vel með hlutverk þitt, að því er mikill sómi
Edgar Lee Masters
félagsfræðingur er maður sem fer á fótboltaleik til að horfa á áhorfendurna
Quintus Horatius Flaccus
félagsfræðingur er maður sem fer á fótboltaleik til að horfa á áhorfendurna
Gesualdo Bufalino
ferðamennska er það þegar fólk ferðast langar leiðir í leit að heimþrá
George Elgozy
fjölkvæmi er að eiga einum of marga maka. Einkvæmi er það sama
Erica Jong
fjölmiðlar vilja ekki upplýsa lesendur heldur reyna að sannfæra þá um að þeir séu upplýstir
Nicolás Gómez Dávila
fjölmiðlarnir eru leikföng í höndum hinna ríku, og þeir nota þá til að verða enn ríkari
Ryszard Kapuściński
fleiri deyja á flótta en í stríði
Selma Lagerlöf
flestir myndu fremur deyja en hugsa; raunar gera þeir það
Bertrand Russell
fólk deyr ekki vegna lágra tekna. Það deyr vegna þess að það hefur ekki aðgang að auðlindum
Vandana Shiva
fólk fær ekki góðar hugmyndir, góðar hugmyndir koma til fólks
Franco Modigliani
fólk lýgur aldrei eins mikið og fyrir kosningar, á meðan á stríði stendur, eða eftir veiðiferð
Otto von Bismarck
fólk sem sýnir öðrum ruddalega framkomu hefur einnig tilhneigingu til að vera grimmt við dýr
Michel de Montaigne
fólk skammast sín ekki fyrir óhreinar hugsanir, en það skammast sín við tilhugsunina um að aðrir kynnu að telja það búa yfir slíkum hugsunum
Friedrich Wilhelm Nietzsche
fólk skiptist í tvo flokka - hina réttsýnu og hina ranglátu - og hinir réttsýnu ákveða hvernig skiptingin er
Oscar Wilde
formgerð heimsins mótast af tungunni, og tungan mótast af huganum
Eugenio Montale
fornleifafræðingur er besti eiginmaður sem kona getur hugsað sér; því eldri sem hún verður, því áhugasamari verður hann
Agatha Christie
forsjónin virðist ætla Bandaríkjunum það hlutverk að kvelja Ameríku í nafni lýðræðis
Simon Bolivar
fótboltaíþróttin þarf að losna við lyfjafræðingana og bókhaldarana
Zdenek Zeman
fótbolti er vinsæll af því kjánaskapur er vinsæll
Jorge Luis Borges
föðurlandsást er sú sannfæring þín að þetta land sé öllum löndum fremra vegna þess að þú fæddist þar
George Bernard Shaw
föðurlandsást þekkir ekki annara landamæri
Stanislaw Jerzy Lec
framfarir verða þegar einhver hrindir í framkvæmd því sem talið var ómögulegt
André Maurois
framförum má líkja við dauða stjörnu, sem við sjáum lýsa á himninum þó óralangt sé síðan hún brann út
Gilbert Rist
framtíð barnanna hefst ávallt í dag. Á morgun er of seint
Gabriela Mistral
framtíðin byrjar á hverjum morgni þegar ég vakna... Á hverjum degi finn ég mér eitthvað skapandi að gera
Miles Davis
friður er ekki það að vera laus við stríð; friður er dyggð, hugarástand, tilhneiging til góðvildar, trausts og réttlætis
Baruch De Spinoza
fullorðinn? aldrei
Pier Paolo Pasolini
fylgið fordæmi hinna bestu, þeirra sem fórna öllu til að búa til betri heim
Salvador Allende
fyrir flestum er reynsla líkt og skutljós í skipi, en þau lýsa aðeins yfir farinn veg
Samuel Taylor Coleridge
fyrsta fórnarlambið í stíði er sannleikurinn
Hiram Warren Johnson
fyrsta skilyrðið sem stjórnmálamaður þarf að uppfylla, er að vera óáhugaverður. Það er ekki alltaf auðvelt
Dean Acheson
gjaldið sem maður greiðir fyrir að menntast í fagi eða fylgja einhverri köllun er að kynnast skuggahliðum greinarinnar
James Baldwin
gleðileg jól og farsælt komandi ár
Anonymous
glæpir sem framdir eru með bifreiðum eru kallaðir slys
Eduardo Galeano
gott er að átta sig á því smám saman að maður skilur ekki neitt
Maurice Maeterlinck
grimmilegasta hefnd konu er að vera manninum trú
Jacques-Bénigne Bossuet
gættu þín á því að telja ekki aðeins þá gáfaða, sem hugsa eins og þú
Ugo Ojetti
gæði bókar eru undir lesandanum komin
Emilio Praga
hafðu augun opin á meðan þú ert ógiftur, en hálflokuð eftir á
Benjamin Franklin
hagkerfi heimsins er í dag risastórt fjáhættuspil
Fidel Castro
hagnýt stjórnmál felast í því að hunsa staðreyndir
Henry Brooks Adams
haldið þér þá, að vor dýri Drottinn sé katólskur?
Georg Christoph Lichtenberg
hamingjan er gjöf sem kemur til þeirra sem ekki leita eftir því
Anton Chekhov
hana skorti aðeins einn galla til að teljast fullkomin
Karl Kraus
háskólagráða í listum er eins og prófskírteini í pappírsskreytingum. Og álíka nytsamleg
James Graham Ballard
heimkynni markast af tungumáli frekar en landsvæði
Emil Cioran
heimurinn er betri án Saddams. Og án Bush... ?
Anónimo
heimurinn skiptist milli þeirra sem ekki geta sofið fyrir hungri og þeirra sem ekki geta sofið af hræðslu við hina hungruðu
Paulo Freire
heimurinn virtist skiptast í gott fólk og vont fólk. Þeir góðu sváfu betur... en þeir vondu virtust njóta vökustundanna mun betur
Woody Allen
helsta hættan í lífinu felst í allt of mörgum varúðarráðstöfunum
Alfred Adler
helsta orsök þess að fáviska er svo útbreidd er sú að nú kunna allir að lesa og skrifa
Peter de Vries
hér býr frjáls maður. Enginn þjónar honum
Albert Camus
himnaríki og helvíti virðast mér of magnþrungin: mannanna gjörðir verðskulda ekki slíkar afleiðingar
Jorge Luis Borges
hin bitra reynsla er að kenna okkur að lífvera sem eyðir umhverfi sínu eyðir einnig sjálfri sér
Gregory Bateson
hinn alstirndi himinn yfir mér og siðalögmálið í brjósti mér
Immanuel Kant
hinn eini sanni og varanlegi friður milli hjóna er, án nokkurs vafa, aðskilnaður
Lord Chesterfield
hinn mesti sálarstyrkur felst í að huga ekki að hefndum heldur þora að fyrirgefa misgjörðir
E.H. Chapin
hinn sanni spegill þess sem við boðum, er það sem við gerum
Michel de Montaigne
hið fullkomna ástarsamband fer einvörðungu fram með bréfaskiptum
George Bernard Shaw
hjónaband er eins og sveppir: við sjáum ekki fyrr en of seint hvort þeir séu góðir eða vondir
Woody Allen
hjónaband í lífinu, er eins og einvígi í miðri orrustu
Edmond About
hlekkir hjónabandsins eru svo þungir að það þarf tvo til að bera þá; stundum þrjá
Alexander Dumas
höfuðsyndin er sú að fæðast
Samuel Beckett
hvað er bankarán, borið saman við það að stofna banka?
Bertolt Brecht
hvað er list? Vændi
Charles Baudelaire
hvað er svona erfitt við að rita bók? Það er lesturinn sem er erfiður
Gesualdo Bufalino
hver og einn hlustar aðeins á það sem hann skilur
Johann Wolfgang von Goethe
hver sá sem heldur fegurðarskyninu, verður aldrei gamall
Franz Kafka
hver sem er getur látið einfaldan hlut virðast flókinn; að láta flókinn hlut virðast einfaldan, sáraeinfaldan, krefst frjórrar hugsunar
Charles Mingus
hvernig væri lífið ef við hefðum ekki hugrekki til að takast á við nýja hluti?
Vincent Van Gogh
hversu mörg líf eru fólgin í einu lífi, hve margir menn búa í einum manni
Giovanni Papini
hvert ætlarðu, Ivan? Ég ætla til Minsk. Nú lýgurðu, Ivan! Þú segist ætla til Minsk svo ég haldi að þú ætlir til Moskvu, en þú ætlar þér að fara til Minsk. Þú lýgur, Ivan!
Jorge Luis Borges
hvíti kynstofninn er krabbamein mannkynssögunnar. Það er hann - með hugmyndafræði sinni og uppfinningum - sem þurrkar út sjálfbær samfélög hvar sem hann kemur, sem hefur raskað vistfræðijafnvægi plánetunnar, sem ógnar nú sjálfri tilverunni
Susan Sontag
hvort ætli klárist fyrst - loftið eða olían?
Anónimo
hægt er að mistakast á marga vegu, en aðeins takast ætlunarverkið á einn hátt
Aristotle
í hvert skipti sem ég sé fullorðinn mann á reiðhjóli finnst mér vera von um mannkynið
H.G. Wells
í meðbyr þekkja vinir okkar okkur; í mótlæti þekkjum við óvini vora
John Churton Collins
í sannleika sagt kemur stundum að gagni að ergja sig á hlutunum, þá fara þeir að ganga betur
Friedrich Wilhelm Nietzsche
í sumum mestu ástarævintýrum sem ég hef vitað um var aðeins einn þátttakandi
Wilson Mizner
í útrýmingarbúðunum lifðum við fyrir líðandi stund og máttum ekki hugsa of mikið um ástandið, því það tekur á að hugsa
Haïm-Vidal Sephiha
indíánanum nægir að njóta gulls sólarinnar
Violeta Parra
kannski er þessi heimur helvíti á annarri plánetu
Aldous Huxley
kannski siðfræði sé fræðigrein sem er hvarvetna týnst. Það skiptir ekki máli, við þurfum þá aðeins að finna hana upp aftur
Jorge Luis Borges
kjósið þann sem minnstu lofar, hann mun valda minnstum vonbrigðum
Bernard Baruch
klassískt bókmenntaverk er bók sem fær lesandann til að halda áfram að velta fyrir sér sagan felur í sér
Italo Calvino
komdu fram við fólk eins og það væri það sem það ætti að vera. Þannig hjálpar þú því að verða það sem það getur orðið
Johann Wolfgang von Goethe
konur bera útlit þess sem draumar þeirra fela í sér
Juan José Arreola
konur fæðast ekki, þær verða til
Simone de Beauvoir
kvikmyndagerð lærist best með því að búa til kvikmynd
Stanley Kubrick
kæra lýðræði, komdu heim! Það er ekki of seint
Ivano Fossati
land án heimildarmynda er eins og fjölskylda án myndaalbúms
Patricio Guzmán
lát þann sem ekki getur gert það sem hann vill vilja gera það sem hann getur
José Ortega y Gasset
leikari er maður sem er ekki að hlusta, nema þú sért að tala um hann
Marlon Brando
leiðin til sjálfbærrar þróunar er, líkt og leiðin til vítis, vörðuð góðum ásetningi
Serge Latouche
lesendur eru ímyndaðar persónur sem eru hugarfóstur rithöfunda
Achille Campanile
leyfðu þér að stjórnast af barninu sem þú eitt sinn varst
José Saramago
lífi okkar lýkur þegar við förum að þegja yfir hlutum sem skipta miklu máli
Martin Luther King
lifirðu nógu lengi, muntu sjá alla sigra verða að ósigrum
Simone de Beauvoir
lífið er eins og að spila á fiðlu á almannafæri, og læra á hljóðfærið um leið
Samuel Butler
lífið er líkt og ferð í sporvagni. Þegar maður loks fær sæti er ferðin á enda
Camillo Sbarbaro
lífið er skóli líkindafræðinnar
Walter Bagehot
lífið tekur of mikið af tíma manns
Stanislaw Jerzy Lec
lifðu einföldu lífi svo aðrir megi einfaldlega lifa
Mohandas Karamchad Gandhi
líkaminn stendur stakur en sálin er aldrei ein
Hermann Hesse
listin að sigra lærist af að tapa
Simon Bolivar
listin er köllun sem of margir svara, sem ekki eru kallaðir
Leo Longanesi
ljóðlistin er sú list að koma hafinu fyrir í glasi
Italo Calvino
lögfræðingar eru eina fólkið sem ekki er refsað fyrir vanþekkingu á lagabókstafnum
Jeremy Bentham
lögin eru kóngulóarvefir þar sem stóru flugurnar sleppa í gegn en þær litlu sitja fastar
Honoré de Balzac
lögmaður - verndar okkur fyrir ræningjum með því að taka burtu freistinguna
H.L. Mencken
lögum er beitt gegn óvinum, en þau túlkuð gagnvart vinum
Giovanni Giolitti
lýðræði er aumkvunarverð trú fólks á viskuna sem verður til með samanlagðri fáfræði margra
H.L. Mencken
lærður maður er iðjuleysingi sem drepur tímann með lærdómi
George Bernard Shaw
mafían er ljósasta dæmið sem við eigum um kapítalisma
Marlon Brando
manneskja, hvaða manneskja sem er, er meira virði en fáni, hvaða fáni sem er
Eduardo Chillida
manninum er ekki hollt að fá allar óskir uppfylltar
Heraclitus
mannkynið er eins og það er, málið snýst ekki um að breyta því heldur kynnast því
Gustave Flaubert
margur lifir hamingjusömu lífi án þess að gera sér grein fyrir því
Luc de Clapiers Marquis de Vauvenargues
markaðurinn er staður þar sem fólk svíkur hvert annað
Anacharsis
maður án hugmyndaflugs er maður án vængja
Muhammad Ali
maður lifir aðeins einu sinni, en ef vel er að verki staðið er það nóg
Joe E. Lewis
maðurinn að baki nýrrar hugmyndar er talinn bilaður uns hugmyndin slær í gegn
Mark Twain
maðurinn er eina dýrategundin sem roðnar - eða hefur ástæðu til þess
Mark Twain
maðurinn er húsdýr, sem í aldanna rás hefur ríkt yfir öðrum dýrum með svikum, ofbeldi og grimmd
Charlie Chaplin
meginatriði menntunar er að sýna gott fordæmi
Anne-Robert-Jacques Turgot
menn eru ekki bundnir af fjötrum örlaganna heldur einvörðungu af takmörkunum eigin huga
Franklin Delano Roosevelt
menn fæðast fávísir, en ekki heimskir; þeir læra að verða heimskir
Bertrand Russell
menn reisa of marga múra en of fáar brýr
Isaac Newton
menning er ekki að lesa margt eða vita margt, heldur að upplifa margt
Fernando Pessoa
menning er það sem situr eftir hjá manni sem hefur öllu gleymt
Edouard Herriot
menningarstig samfélags má meta með því að heimsækja fangelsi þess
Fedor Michailovich Dostoevski
mér finnst ómögulegt að trúa því að sá sami Guð og gaf okkur skilning, skynsemi og gáfur ætlist til að við notum ekki þessa eiginleika
Galileo Galilei
mesta fáviskan er að vita ekki hve lítið maður sjálfur veit
San Girolamo
meðal þess sem gerir skriftir erfiðari en ella er ólæsi annarra
Stanislaw Jerzy Lec
mikill er máttur vanans
Marcus Tullius Cicero
mikilvægasta bókin fyrir kommúnista eins og mig er Biblían
Nichi Vendola
miklir hugsuðir hafa ávallt verið þekktir fyrir að láta ekki lélega menntun standa í vegi fyrir sér
Anna Freud
minninar okkar eru spjaldskrá sem flett er í og lesið úr af öflum sem við stjórnum ekki
Cyril Connolly
minnisvarði túlka sami eins og draumur
Leo Longanesi
misskilningurinn er algengasti samskiptamátinn milli fólks
Peter Benary
níutíu prósent stjórnmálamanna koma óorði á hin tíu prósentin
Henry Alfred Kissinger
notaðu aldrei útlend hugtök, tækniorð eða fagmál ef þú getur orðað hlutina jafn vel á einföldu máli
George Orwell
nú sé ég hvernig manneskjan verður best mótuð: með því að þroskast undir berum himni og nærast og sofa með jörðinni
Walt Whitman
næstum allir læknar eiga sér einn óskasjúkdóm
Henry Fielding
oft er það svo, að hið eina sem vantar til að draumar manns rætist eru viljinn til að láta á það reyna og trúin á að það takist
Richard M. DeVos
oft er þrældómur ekki til vitnis um harðræði húsbóndans, heldur er hann hinum þýlynda freisting
Indro Montanelli
og samt er hið gagnstæða einnig ávallt rétt
Leo Longanesi
ólíkt tækifærum birtast freistingar ávallt aftur
Orlando Aloysius Battista
öll dýr, utan nokkrar manneskjur, hafa sál
Anónimo
öll erum við leikmenn, lífið er of stutt til að við getum verið annað
Charlie Chaplin
öll orð hafa einhvern tíma verið nýyrði
Jorge Luis Borges
öllum þykir okkur fortíðin áhugaverðust, því hún er það eina sem við þekkjum og þykir sannarlega vænt um
Pier Paolo Pasolini
orð eru það eina sem við eigum
Samuel Beckett
orð sem eru notuð of mikið gera tungumálið fátæklegra
Sacha Guitry
orð verða aðeins góð og gild í tungumáli þegar þau eru notuð
Alessandro Manzoni
orðabókin er lýðræðislegasti hlutur sem til er. Hún er okkar eina sameiginlega eign
Bernard Pivot
orðabækur þarf sífellt að leiðrétta, líkt og landakort
Carlo Dossi
orðin gera menn frjálsa. Sá sem ekki getur tjáð sig, er þræll
Ludwig Feuerbach
óvissa er óþolandi, en fullvissa er fáránleg
Voltaire
penninn er tunga hugans
Miguel de Cervantes
pólitík er afþreyingardeild framleiðslugreinanna
Frank Zappa
reynsla er lottómiði sem keyptur er eftir útdrátt
Gabriela Mistral
reynsla: greiða sem lífið gefur þér eftir að þú hefur misst hárið
Judith Stern
reynslan er undursamlegt fyrirbæri. Hún gerir okkur kleift að þekkja mistök þegar við endurtökum þau
Franklin P. Jones
ríkidæmi manns má meta út frá hversu mörgu hann hefur efni á að sinna ekki
Henry David Thoreau
ræðismaður. Í bandarískum stjórnmálum táknar þetta mann sem ekki hefur náð kosningu til embættis, en hlýtur embætti frá stjórnvöldum gegn því skilyrði að hann yfirgefi landið
Ambrose Bierce
sá á mestan auð sem finnur sælu án tilkostnaðar
Henry David Thoreau
sá andstæðingur, sem erfiðast er að sigrast á, er maður sjálfur, en ef það tekst er sigurinn sætur
Friedrich von Logau
sá eignast ekki vin sem aldrei hefur eignast óvin
Alfred Tennyson
sá sem bætir stíl sinn, fínstillir um leið þankagang sinn
Friedrich Wilhelm Nietzsche
sá sem ekki á bróður dreymir um að allir menn séu bræður
Charles Chincholles
sá sem er við völd, þó ekki sé nema í mínútu, fremur glæp
Luigi Pintor
sá sem gefur vonina upp á bátinn hættir einnig að óttast
Lucius Annaeus Seneca
sá sem kann að hlæja getur gert hvað sem er
Giacomo Leopardi
sá sem kennir fólki að deyja kennir því að lifa
Michel de Montaigne
sá sem sér eigin vankanta sér þá ekki í öðrum
Ali ibn Abi Talib
sá sem trúir því að veldisvöxtur geti haldið endalaust áfram í takmörkuðum heimi er annað hvort vitfirrtur eða hagfræðingur
Kenneth Boulding
samheiti er orð sem þú notar þegar þú kannt ekki að stafa orðið sem þér datt fyrst í hug
Burt Bacharach
samviska er röddin sem segir okkur að einhver gæti verið að fylgjast með
H.L. Mencken
samviskan er hundur sem stöðvar ekki för okkar, en við getum ekki látið hann hætta að gelta
Nicolas de Chamfort
sannleikurinn er ákaflega dýrmætur. Förum sparlega með hann
Mark Twain
sannleikurinn spillir aldrei fyrir réttlátum málstað
Mohandas Karamchad Gandhi
sektarkenndin varir endist jafnlengi og iðrunin
Jorge Luis Borges
sérhver heillandi persóna hefur eitthvað að fela, yfirleitt það hversu mjög hún er háð velþóknun annarra
Cyril Connolly
sérhver maður er eins og Guð skapaði hann, og oft verri
Miguel de Cervantes
síðan héldu framfarirnar innreið sína og eyðilögðu allt, miklu frekar en stríðið. Stríðið eyðilagði eigur okkar, en framfarirnar eyðilögðu lífsmynstur okkar
Bruno Ugolotti
síðan stóru bankarnir urðu til, skreyttir þjóðlegum titlum, hafa þeir ekki verið annað en samansafn spákaupmanna sem stilltu sér upp við hlið ríksstjórna
Karl Marx
sjónvarpið er eina svefnlyfið sem tekið er inn gegnum augun
Vittorio De Sica
sjónvarpið er sterkt sem ljón, sjónvarpið hræðist engan, sjónvarpið svæfir mann eins og kjána
Enzo Jannacci
skáldin skilja náttúruna betur en vísindamennirnir
Novalis
skáldið er jafn mikils virði og besta ljóð þess
Fernando Pessoa
skjallarar líkjast vinum líkt og úlfar líkjast hundum
George Chapman
skynsamlegt er að álykta að fólki þyki tungumál \'erfið\' í öfugu hlutfalli við þá hvatningu sem það hefur til að læra þau
Reg Hindley
skynsemin er rík og ófríð gömul piparkerling sem vanmátturinn stígur í vænginn við
William Blake
sömu orð, mælt úr öðrum munni, geta fengið ólíka eða andstæða merkingu
Alessandro Morandotti
sönn hamingja er að nota hyggjuvitið hömlulaust
Aristotle
spurningum, sem ekki svara sér sjálfar þegar þeim er varpað fram, verður aldrei svarað
Franz Kafka
staðreyndir skjóta alltaf upp kollinum til að spilla kenningunum
Carlo Dossi
sterkustu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samræður við venjulegan kjósanda
Winston Churchill
stjórnmál: ágreiningur um hagsmuni, dulbúinn sem ágreiningur um grundvallaratriði
Ambrose Bierce
stjórnmálamaðurinn er loftfimleikamaður. Hann heldur jafnvægi með því að segja eitt og gera annað
Maurice Barrès
stórar þjóðir hafa ávallt hagað sér eins og glæpamenn og smáar þjóðir eins og hórur
Stanley Kubrick
stórviðburðir heimsins gerast í heilanum
Oscar Wilde
stríð er algengasta birtingarmynd nútímahryðjuverka
Gino Strada
stríð er lexía sem ætti að lærast af sögunni, en vill oft gleymast
Benito Mussolini
sturlun er mannlegur eiginleiki. Sturlunin býr innra með okkur á sama hátt og skynsemin. Því ætti siðað samfélag að sætta sig við sturlun ekki síður en skynsemi
Franco Basaglia
styrkleiki tungumáls felst ekki í að hafna erlendum áhrifum heldur samlagast þeim
Johann Wolfgang von Goethe
sú tíð mun koma að litið verði sömu augum á morð á dýri og morð á manni
Leonardo Da Vinci
suma hluti er auðveldara að lögleiða en réttlæta
Nicolas de Chamfort
sumir vita allt, en það er allt og sumt sem þeir vita
Niccolò Machiavelli
sumt er aldrei rétt að gera, hvort heldur á sjó eða landi: til að mynda að heyja stríð
Gianni Rodari
svartsýni tengist gáfum; bjartýni vilja
Antonio Gramsci
sýndu fólki vinsemd á meðan þú ert á uppleið, því þú munt mæta því aftur á leiðinni niður
Wilson Mizner
takmörk tungumáls míns takmarka veröld mína
Ludwig Wittgenstein
til að binda endi á átök ólíkra þjóðernishópa þurfum við að leggja minni áherslu á stríð og meiri á friðarmenningu
Federico Mayor Zaragoza
til að geta verið maður sjálfur þarf maður að vera einhver
Stanislaw Jerzy Lec
til að ná valdi á náttúrunni er best að hlýða henni
Francis Bacon
til að sanna að ég hafi rétt fyrir mér þyrfti ég að viðurkenna að ég gæti haft rangt fyrir mér
Pierre Caron de Beaumarchais
til er aðeins eitt gott, þekking, og eitt illt, fáfræði
Socrates
til eru heiðarlegir blaðamenn, líkt og heiðarlegir stjórnmálamennt. Þegar hollustua þeirra hefur verið keypt haldast þeir trúir
William Moyers
treystu fyrstu hughrifum varlega; þau eru nær alltaf rétt
Charles Maurice de Talleyrand-Périgord
tungumál er samansöfnuð, ómeðvituð og ónafngreind list; afrakstur sköpunargáfu þúsunda kynslóða
Edward Sapir
tungumál er uppsafnað framlag þeirra, sem tala það
Bernard Dupriez
tungumálið er mun órólegra en lífið
Manuel Seco
tvennu tek ég eftir: greind skepnanna og skepnuskapnum í mannfólkinu
Flora Tristán
uppfinningar koma ekki þriðja heiminum til góða, þær auka bara á misréttið
Ryszard Kapuściński
upprunalega útgáfan er ekki trú þýðingunni
Jorge Luis Borges
útlendingurinn býr inni í okkur sjálfum. Og þegar við flýjum eða berjumst gegn útlendingnum erum við að berjast við eigin undirmeðvitund
Julia Kristeva
vandi þessa lands er sá, að of margir stjórnmálamenn telja, og byggja það álit á reynslu, að hægt sé að blekkja alla þjóðina allan tímann
Franklin Pierce Adams
vandinn við auðvaldsskipulag er að auðvaldssinnar eru nær alltaf klókir við að reka eigin fyrirtæki en utan þess eru þeir oftar en ekki,sljóir og þreytandi fávitar eða jafnvel eitthvað enn verra
Indro Montanelli
vei þeim hermanni sem skýtur á eigin þjóð
Simón Bolivar
veikleiki annara,líkist okkar eigin óþægilega mikið
Leo Longanesi
veltu hlutunum fyrir þér, áður en þú hugsar
Stanislaw Jerzy Lec
vertu fyrst frjáls - krefstu síðan frelsis
Fernando Pessoa
vertu óeigingjarn: leyfðu öðrum að vera eigingjarnir
Stanislaw Jerzy Lec
vinátta er afurð trygglyndis, ekki óvirkrar hollustu
Ferruccio de Bortoli
vinátta er bernska ástarinnar
Anónimo
vináttan er sannarlega mikilvægasti hluti þess sem viskan leggur af mörkum til að gera menn hamingjusama
Epicurus
vinna leysir okkur undan þrennu illu: leiðindum, löstum og skorti
Voltaire
vinsælasta tækið til vinnusparnaðar er, enn sem fyrr, vel stæður eiginmaður
Joey Adams
vinur er sá sem er sáttur við að þú þegir
Camillo Sbarbaro
virðing fyrir lögum er góðra gjalda verð svo fremi sem lögunum er beitt til að vernda þá sem minna mega sín
Romano Prodi
vísindi eru allt það sem ávallt má rökræða um
José Ortega y Gasset
vísindin vekja ekki áhuga minn. Þau taka ekki til drauma, tilviljana, hláturs, tilfinninga og mótsagna, þeirra hluta sem eru mér dýrmætir
Luis Buñuel
við erum það sem við etum
Ludwig Feuerbach
við erum það sem við gerum til að breyta því hver við erum
Eduardo Galeano
við erum þrisvar sinnum ríkari en afar okkar og ömmur. En erum við þrisvar sinnum hamingjusamari?
Tony Blair
við getum ekki aukið næmi okkar fyrir lífsins nautnum nema skerpa líka næmi okkar fyrir sársauka
Alan Watts
við ljúgum til umbera tilveruna, og mest ljúgum við að okkur sjálfum
Elena Ferrante
við munum ekki dagana, við munum stundirnar
Cesare Pavese
við stöndum nú á erfiðari krossgötum en nokkru sinni fyrr. Önnur leiðin endar í örvæntingu og algjöru vonleysi. Hin leiðir til algjörrar útrýmingar. Við skulum vona að við berum gæfu til að velja rétt
Woody Allen
við sumar aðstæður eru kaldranaleg orð best
Anónimo
við viljum bara að friður fái að ríkja
John Lennon
við vitum ekki hvað er að gerast; það er það sem er að gerast
José Ortega y Gasset
við þurfum að leita friðsamlegra leiða til að ná friðsamlegri niðurstöðu
Martin Luther King
viðbjóður er ekki klám, viðbjóður er að einhver geti dáið úr hungri
José Saramago
viðbrögð manna eru sljó; yfirleitt tekur margar kynslóðir að átta sig á hlutunum
Stanislaw Jerzy Lec
vonin er prýðisgóður morgunverður, en afleitur kvöldverður
Francis Bacon
vonin um ríkidæmi er ein algengasta orsök fátæktar
Tacitus
Æ, notaðu ekki stór orð. Þau þýða svo lítið
Oscar Wilde
þá fyrst byrja erfiðleikarnir þegar maðurinn getur gert hvað sem hann vill
Thomas Henry Huxley
þar sem bækur eru brenndar, þar verður fólk að lokum einnig brennt
Heinrich Heine
þar sem feður hverfa oft á braut eru það sjaldan ill örlög að vera föðurlaus; og ef litið er á gjörvileik sona eru það álíka sjaldan ill örlög að vera barnlaus
Lord Chesterfield
þar sem ríkir ritfrelsi, og allir geta lesið, er öllu óhætt
Thomas Jefferson
það að hafa rétt fyrir sér er enn ein góð ástæða til að takast ekki ætlunarverkið
Nicolás Gómez Dávila
það að hugsa er erfiðasta starf sem til er
Henry Ford
það besta við félagsskap er að hann kennir okkur að meta einsemdina
Charles Chincholles
það besta við framtíðina er að hún birtist sem einn dagur í einu
Abraham Lincoln
það eina sem kemur í veg fyrir að Guð sendi annað syndaflóð er að það fyrsta gerði ekkert gagn
Nicolas de Chamfort
það eina sem við þurfum að óttast er sjálfur óttinn
Franklin Delano Roosevelt
Það er auðveldara að berjast fyrir hugmyndum sínum en að lifa eftir þeim
Alfred Adler
það er auðveldara að elska mannkynið en láta sér þykja vænt um náungann
Eric Hoffer
það er auðveldara að fá fjöldann til að trúa stórri lygi en smárri
Adolf Hitler
það er auðveldara að fyrirgefa óvini en vini
William Blake
það er auðveldara að kljúfa frumeind en eyða fordómum
Albert Einstein
það er auðvelt að fyrirgefa manni kjánalega hegðun eina stund, þegar það eru svo margir sem aldrei hætta að hegða sér kjánalega, ekki eina einustu stund ævinnar
Francisco de Quevedo y Villegas
það er aðeins til eitt raunverulegt heimspekilegt vandamál: sjálfsvíg
Albert Camus
Það er ekki aðal atriðið að hafa margar hugmyndir, heldur upplifa eina þeirra
Ugo Bernasconi
það er ekki hneykslanlegt að sumir bankamenn skuli hafa endað í fangelsi. Það er hneykslanlegt að aðrir skuli ganga lausir
Honoré de Balzac
það er ekki lífið sem lengist, heldur elliárin
Anónimo
það er ekki til nein leið til friðar. Friður er leiðin
Mohandas Karamchad Gandhi
það er engin ást einlægari en matarástin
George Bernard Shaw
það er erfitt að trúa því að einhver segi satt þegar maður myndi sjálfur ljúga í hans sporum
H.L. Mencken
það er hægt að gefa án þess að elska, en ekki hægt að elska án þess að gefa
Amy Carmichael
það er í eðli Englendinga að dást að hverjum þeim, sem er hæfileikalaus og er stærir sig ekki af því
James Agate
það er jafn erfitt að hafna sannleikanum og að leyna honum
Ernesto Che Guevara
það er kraftaverk að forvitni skuli lifa af formlega menntun
Albert Einstein
það er mikil fáviska að vera stoltur af því að stunda nám
Jeremy Taylor
það er ófyrirgefanlegt, að vísindamenn skuli pína dýr; látum þá heldur framkvæma tilraunir sínar á blaðamönnum og stjórnmálamönnum
Henrik Ibsen
það er sannkallað afrek að verða það besta sem maður getur orðið
Harold Taylor
það er skoðun mín að raunsönn þýðing á texta krefjist skilnings á honum, og skilningur krefst þess að maður hafi lifað og hrærst í hinum raunverulega heimi og er ekki bara spurning um að raða niður orðum
Douglas Hofstadter
Það er til fólk sem er svo fátækt að það á einungis peninga
Anonymous
það er æðsta skylda mannsins að vernda dýr gegn illri meðferð
Emile Zola
það eru ekki kostirnir heldur lestirnir sem sýna hvað í manninum býr
Umberto Galimberti
það eru ekki til nein óskilgetin börn, aðeins óskilgetnir foreldrar
Leon R. Yankwich
það eru engar reglur. Allt fólk er undantekning frá reglu sem ekki er til
Fernando Pessoa
það hefur aldrei verið til gott stríð eða slæmur friður
Benjamin Franklin
Það sem er ekki gott fyrir sveiminn gagnast býflugunni ekki heldur
Marcus Aelius Aurelius Antoninus
það sem er ósagt látið verður ósagt að eilífu
Julio Cortázar
það sem gerir ríki að víti á jörð eru tilraunir mannanna til að breyta því í paradís
Friedrich Hölderlin
það sem helst hindrar fólk í að skilja list er tilraunir þess til að skilja hana
Bruno Munari
það sem máli skiptir er ekki hvaða hugmynd maður trúir á heldur hversu djúpt hann trúir á hana
Ezra Pound
Það sem mig hræðir mest er að minnast vetrarins
Juan José Arreola
það tekur langan tíma að verða ungur
Pablo Picasso
það telst ekki til mannkosta að hafa enga lesti
Antonio Machado
það tók mig fimmtán ár að uppgötva að ég hefði enga hæfileika sem rithöfundur, en þá gat ég ekki hætt, því ég var orðinn of frægur
Robert Benchley
Það voru hans örlög,eins og annarra manna að lifa af erfiða tíma
Jorge Luis Borges
það, sem erfitt er að öðlast, er mikils metið
Aristotle
þegar ég gaf fátækum mat var ég kallaður dýrlingur. Þegar ég spurði hvers vegna hinir fátæku ættu engan mat var ég kallaður kommúnisti
Hélder Câmara
þegar ég var drengur var mér sagt að hver sem er gæti orðið forseti. Ég er farinn að halda að það sé rétt
Clarence Darrow
þegar ég verð fullorðinn, langar mig að verða lítill drengur
Joseph Heller
þegar fólk er sammála mér finnst mér ég hljóti að hafa rangt fyrir mér
Oscar Wilde
þegar nýr áfangi er framundan á lífsleiðinni er maðurinn í sporum viðvanings
Nicolas de Chamfort
þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það tungumálið sem er föðurland okkar
Camilo José Cela
þegar þú ert sömu skoðunar og meirihlutinn er kominn tími til að stoppa og íhuga málið
Mark Twain
þegar þú hoppar af kæti, gættu þess að enginn kippi jörðinni undan fótum þér
Stanislaw Jerzy Lec
þegar þú kennir skaltu ávallt kenna áheyrendum þínum að efast um það sem kennt er
José Ortega y Gasset
þeim sem veit of mikið reynist erfitt að ljúga ekki
Ludwig Wittgenstein
þeir einu sem alltaf eru að koma einhvers staðar að eru þeir sem aldrei fara nokkurt
Antonio Machado
þeir sem ekki hugsa ættu alla vega að endurskipuleggja fordóma sína af og til
Luther Burbank
þessi ást mín á bókum hefur gert mig að gáfaðasta kjána í heimi
Louise Brooks
þessi nýi innblástur - án hans er þýðing ekki annað en umorðun yfir í annað tungumál
Fernando Pessoa
þessi óvissa er óbærileg. Ég vona að hún endist
Oscar Wilde
þetta eru lífsreglur mínar. Ef þér líkar þær ekki hef ég aðrar
Groucho Marx
þið gleymið því að ávextir jarðarinnar tilheyra öllum, en jörðin sjálf engum
Jean-Jacques Rousseau
þjófar bera virðingu fyrir eigum fólks; þeir vilja bara eignast hlutina sjálfir svo þeir geti borið enn meiri virðingu fyrir þeim
Gilbert Keith Chesterton
þó dauðinn sé skelfilegur er enn skelfilegra að vita að maður muni lifa til eilífðar án þess að geta dáið
Anton Chekhov
þróun er ferðalag þar sem fleiri bíða skipbrot en komast af
Eduardo Galeano
Þú ferð hring eftir hring og þegar þú stoppar þá fellur þú til jarðar
Carmelo Bene
þú hrífst ekki af borg vegna þess að hún býr yfir sjö eða sjötíu og sjö undrum, heldur vegna þess að hún geymir svarið við spurningu þinni
Italo Calvino
þú skalt trúa öllu sem þér er sagt að gerist í heiminum - ekkert er of hræðilegt til að vera satt
Honoré de Balzac
þú værir ekki að leita að mér ef þú hefðir ekki þegar fundið mig
Blaise Pascal
því að óttast dauðann? Hann er fegursta ævintýr lífsins
Charles Frohman
því greindari sem maður er, því sjaldnar grunar mann einhverja fjarstæðu
Joseph Conrad
því miður er allt fólkið sem veit hvernig á að stjórna landinu upptekið við að keyra leigubíla og klippa hár
George Burns
því miður er mögulegt að vera ástfanginn áttræður. Raunar skrifa ég til að gleyma ástinni
Jorge Luis Borges
því skyldi ég bera hag komandi kynslóða fyrir brjósti? Hvað hafa þær nokkurn tíma gert fyrir mig?
Groucho Marx
þýðendur eru eins og portrettmálarar; þeir geta fegrað myndina en hún verður þó ávallt að líkjast fyrirmyndinni
Elie Fréron